Þessi uppskrift er afar einföld og fljótleg og getur ýmist verið bökuð sem
skúffukaka eða 2 hringlaga botnar sem svo eru settir saman.
2,5 bolli hveiti
1,5 bolli sykur
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
150gr brætt smjörlíki
3 msk kakó
2 egg
1,25 bolli mjólk
Egg og sykur þeytt saman, síðan öðrum hráefnum blandað saman við á víxl
og hrært rólega þar til vel blandað.
Bakað við 180 gráður í um 20 mínútur.
----------------------------------------------------------------
Kremið
500gr flórsykur
4 msk kakó
1 egg
100gr brætt smjörlíki
2 tsk vanilludropar
kaffi (ca 2-4 msk til að þynna kremið eftir smekk)
Allt sett saman í skál og hrært þar til jafnt og slétt, smurt strax á botnana.